564 4050

Yoga

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir

Salir

Áróra Yoga

Kennarar

Arnbjörg Finnbogadóttir

Yoga kennari

Tímar

Mánudaga

Kl. 17:30 Áróra Jóga Arnbjörg

Miðvikudaga

Kl. 17:30 Áróra Jóga Arnbjörg

Laugardaga

Kl. 11:15 Áróra Jóga Arnbjörg

Styrkur – Öndun – Mýkt – Slökun

untitled (19 of 68)

Ertu með þreytu, kvíða, verki, þunga? Eða viltu koma í mjúka nærandi jógatíma?

Blanda af notalegtu mjúku Hatha Yoga, Kripalu og Levity Yoga. Mýkjandi æfingar, teygjur, hugleiðsla og góð slökun. Uppbygging á líkama og sál.

Jógaæfingar eru góðar fyrir taugakerfið, svefninn, ónæmis og innkyrtlakerfið t.d. Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur. Góð slökunin í lok hvers tíma er nauðsynleg og endurnýjar allt kerfið.

Ráðleggingar til iðkenda:

Best er að iðka jóga á fastandi maga, mælum með því að borða ekki 2 tímum fyrir tíma.
Láttu kennaran vita ef að meiðsli eru til staðar.
Mikilvægt að hver og einn læri að hlusta á sinn líkama og dagsforminu mikilvægt að stilla líkamann eftir því.

Allir eru velkomnir og hvattir til að prufa.

Namaste


Ummæli
Dagmar Heiðdal
"Það er ekkert betra en að komast í yoga til Arnbjargar. Mér líður svo vel eftir tímana og er ómögleg ef ég kemst ekki. Andleg og líkamleg líðan er hreint yndisleg og svefninn er betri, sérstaklega þegar við tökum yoga nidri. Allur liðleiki í líkamanum er upp á sitt besta eftir góðar teygjur og öndunin kennir manni að slaka á."

María Höskuldsdóttir
"Yoga hjá Arnbjörgu er frábært. Bæði styrkjandi og mýkjandi líkamlega og andlega hvatningin er ómetanleg. Ég kvíði því alltaf þegar hún fer í sumarfrí. Það segir meira en mörg orð. Takk fyrir mig"

Auður Elísabet Jóhannsdóttir
"Ef það líður of langt að ég fari í tíma til Arnbjargar finn ég hvað bakið stífnar og liðleikinn minnkar."