564 4050

Yoga

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir

Salir

Salur 8

Kennarar

Arnbjörg Finnbogadóttir

Hóptímakennari

Tímar

Mánudaga

Kl. 17:45 Salur 8 Arnbjörg

Miðvikudaga

Kl. 17:45 Salur 8 Arnbjörg

Laugardaga

Kl. 10:00 Salur 8 Arnbjörg

4BC31888-C908-4968-8A4C-3D8D9F40693E

Hatha Yoga

Hatha Yoga er ákveðið og hitandi jóga sem kemur jafnvægi milli orkustrauma líkamans og tengir saman, líkama, huga og sál.

Upphaflega var einungis ein jógaæfing; lótus staðan sem var ætluð til hugleiðslu. Upprunalegur tilgangur jóga var að halda þessari jógastöðu lengi en kyrrstaða líkamans var sögð framkalla kyrrð hugans. Jógaæfingum hafa fjölgað en tilgangur jóga, að kyrra hugann, hefur haldist í yfir 5000 ár.

Jóga þýðir eining en þær aðferðir sem kenndar eru með jóga aðstoða iðkandann við að tengja saman líkama, huga og sál. Ha þýðir sól (karlorka, Jang) og tha þýðir tungl (kvenorka, Yin). Hatha Yoga er sú grein jóga sem hefur orðið mjög vinsæl á vesturlöndum. Í Hatha Yoga er unnið með jógastöður (asana), öndun (pranayama) og slökun (yoga nidra).

Hatha Yoga byggist á 84 grunnlíkamsstöðum en til margar útfærslur á þeim. Allar tegundir jóga sem byggja á líkamsæfingum, öndun og slökun eiga rætur sínar að rekja til Hatha Yoga.

Jógaæfingar hafa áhrif á vöðva, sinar, taugakerfið, meltingu og hugarástand.

69FB7AEC-0096-4CD9-8783-C06564790172

Ávinningur sem hlýst af reglulegri iðkun Hatha Yoga:
* Jafnvægi skapast í líkama, tilfinningum og huga.
* Meðvitund um augnablikið hér og nú eflist. (Núvitund)
* Jafnvægi skapast á líkamsstarfseminni s.s. innkyrtlakerfinu, taugakerfinu, vöðvum og stoðkerfi, ónæmiskerfinu, hringrás öndunar, blóðrásar og meltingu.
* Einbeiting eykst bæði í líkamanum og að tengjast líkamanum og læra að hlusta á hann og vera meðvitaður.
* Blóðflæði örvast til allra hluta líkamans og súrefnisupptaka eykst.
* Melting verður betri.
* Aukinn liðleiki í fótleggjum, við mjaðmir, í kringum hrygg og axlir.
* Jafnvægi milli styrks og liðleika.
* Bætir jafnvægi og samhæfingu.
* Losar um spennu í vöðvum.
* Styrkir kvið, bak, handleggi og fótleggi.
* Styrkir kjarnan þinn og mátt hugans.

Namaste


Ummæli
Dagmar Heiðdal
"Það er ekkert betra en að komast í yoga til Arnbjargar. Mér líður svo vel eftir tímana og er ómögleg ef ég kemst ekki. Andleg og líkamleg líðan er hreint yndisleg og svefninn er betri, sérstaklega þegar við tökum yoga nidri. Allur liðleiki í líkamanum er upp á sitt besta eftir góðar teygjur og öndunin kennir manni að slaka á."

María Höskuldsdóttir
"Yoga hjá Arnbjörgu er frábært. Bæði styrkjandi og mýkjandi líkamlega og andlega hvatningin er ómetanleg. Ég kvíði því alltaf þegar hún fer í sumarfrí. Það segir meira en mörg orð. Takk fyrir mig"

Auður Elísabet Jóhannsdóttir
"Ef það líður of langt að ég fari í tíma til Arnbjargar finn ég hvað bakið stífnar og liðleikinn minnkar."