564 4050

Soft Hot Yoga

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir

Salir

Salur 5

Kennarar

María Rún Vilhelmsdóttir

Hot Yoga kennari

Tímar

Miðvikudaga

Kl. 17:30-75 Salur 5 María Rún

Viðskiptavinir þurfa að skrá sig í hóptíma okkar

Skráning fer fram á eftirfarandi síðu. ATH. að óskráðum iðkendum er óheimilt að mæta í stöðina.

SKRÁNINGAR Í HÓPTÍMA


Jóga 13 (1 of 1)

Soft Hot Yoga iðkendur athugið!

Það er skylda að mæta með stórt handklæði eða yoga handklæði í tímana af hreinlætisástæðum.

HOT YOGA eða heitt jóga er ákveðin samsetning af jógastöðum sem gerðar eru í upphituðum sal helst í 37-40°C. Hitinn gerir það að verkum að líkaminn hitnar fyrr upp og verður þar af leiðandi sveigjanlegri og meðtækilegri til hreyfingar og teygja og iðkendur komast dýpra inn í stöðurnar. Hitinn gerir það einnig að verkum að iðkendur svitna meira en ella, húðin hreinsast og iðkendur upplifa meiri vellíðan og endurnýjun áhrif eða detox eins og það kallast oft.

SOFT HOT YOGA er mjúkt Hot Yoga þar sem áhersla er lögð á að hver staða fái sinn tíma svo árangur verði sem mestur í formi sveigjanleika og vöðvastyrks. Mikil áhersla lögð á að vekja upp hrygginn og að ná tökum á öndun, sem er mikilvægt þegar æft er í hita.

Í hverjum tíma er unnið með fyrirfram ákveðin vöðvahóp áður en farið er í viðsnúnar stöður, frambeygjur og bakfettur.
Tímanum er lokið með góðum hryggvindum og slökun.

Soft Hot Yoga er fyrir alla, byrjendur og lengra komna.