564 4050

GRIT

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir

Salir

Salur 1

Kennarar

Bjarney Þórarinsdóttir

Hóptímakennari

Tímar

Mánudaga

Kl. 18:30 30 mín Salur 1 Bjarney

Miðvikudaga

Kl. 18:30 30 mín Salur 1 Bjarney

Föstudaga

Kl. 6:00 30 mín Salur 1 Bjarney

grit logo

Ummæli

Hanný Inga
GRIT tímarnir hjá Bjarney eru með þeim allra bestu. Á 30 mínútum er púlsinn í hæðstu hæðum og æfingarnar fjölbreyttar og krefjandi á sama tíma. Þolið eykst fljótt og líkaminn styrkist, Ég verð þó að viðurkenna að í fyrstu var smá kvíði fyrir því hve erfiðar æfingarnar yrðu en það reyndist alls ekki. Hver og einn gerir á sínum hraða, eins og hann/hún getur og hugsanlega örlítið betur.

Árný Marteinsdóttir
Ég hef verið meðlimur Gulllinu síðan það opnaði og hef sótt hina ýmsu tíma. í júní 2016 hitti ég Bjarney og hún hvatti mig að prófa þessa tíma. Ég fór í einn tíma og hef sótt þá 2x í viku í hádeginu alveg síðan.
Ég mæli með þessum tímum. Kennarinn er blíð, skemmtileg en ákveðin og passar vel upp á að allir séu að gera æfingarnar rétta og vel. Fjölbreytnin er mikil í þessum tímum og eru tímarnir aldrei eins. Ég finn mikinn mun á mér, aukið þol og snerpa. Ég mæli svo sannarlega með þessum tímum. Topp kennari og topp tímar.


LES MILLS GRIT™ er nýjasta æfingakerfið frá Les Mills. Þetta kerfi byggist á lotuþjálfun þar sem hámarksákefið er náð með hvetjandi tónlist á aðeins 30 mínútum. Tímarnir eru byggðir á HIIT hugmyndafræðinni, þar sem unnið er í lotum með hvíld inn á milli. Áhrifin er mikill eftirbruni í langan tíma eftir æfingu.

Tímarnir byggjast á æfingum þar sem notast er við palla, lóðaplötur sem og eigin líkamsþyngd. Hver og einn fer á sínum hraða og því hentar þetta byrjendum sem og lengra komnum. Æfingarnar eru sýndar þar sem tekið er mið af mismunandi getu fólks.

Við skorum á þig að prófa þetta nýja kerfi. Árangurinn og vellíðanin mun ekki láta á sér standa.