564 4050

Signature tímar Áróra Yoga

Búðu þér til þitt "innra svæði" inná HEIMASÍÐU ÁRÓRA YOGA

Áróra Flow

Áróra Flow

Fyrir þá sem vilja fara aðeins út fyrir þægindarammann og gera eitthvað nýtt og krefjandi. Kraftmikið og orkugefandi jógaflæði þar sem þú flæðir úr einni stöðu í aðra í takt við einstök norðurljósa áhrif salarins.
Í tímanum er farið djúpt inn í stöðurnar sem veitir styrk, eykur þol og sveigjanleika.
Töfrar tímans er samspil jógaflæðis, innrauða hitakerfisins og HCL ljósanna sem veitir endurnærandi og einstaka upplifun.


Áróra Sunrise

Sunrise

Fyrir morgunhana sem hafa tækifæri á því mæta í jógatíma þar sem HCL (e. Human Centric Lightning) ljósakerfið okkar skapar rólega sólarupprás sem vekur líkamann mjúklega á náttúrulegan hátt meðan þú baðar þig í infrarauðum hita. Sérstök áhersla er lögð á jógastöður sem styrkja og opna líkamann og gefa aukna orku inn í daginn.

Þessir tímar eru sérstaklega góðir í skammdeginu þar sem HCL ljósakerfið veitir þér réttu birtuna sem líkaminn þarfnast fyrst á morgnana til að draga úr myndun svefnhormónsins melatóníns og til að stilla eðlislægu líkamsklukkuna okkar.

Sunrise tímarnir virka jafnvel betur en kaffi á morgnana til að koma þér af stað inn í daginn.


Áróra Sunset

Sunset

Fyrir þá sem vilja koma sér þægilega niður eftir daginn á einstakan hátt þar sem HCL (e. Human Centric Lightning) ljósakerfið okkar skapar rólegt sólsetur sem róar hugann og líkamann á mjúkan og náttúrulegan hátt meðan þú baðar þig í infrarauðum hita.

Það sem einkennir tímana eru djúpar jógastöður í takt við öndun, hugarró og slökun.

Þessir tímar eru frábærir allan ársins hring en eru sérstaklega góðir í miðnætursólinni yfir sumartímann þar sem HCL ljósakerfið veitir þér réttu birtuna sem líkaminn þarfnast að kvöldi til að ýta undir myndum svefnhormónsins melatóníns á náttúrulegan hátt og til að stilla eðlislægu líkamsklukkuna okkar.

Í lok hvers tíma er djúpslökun ( Yoga Nidra) þar sem þú kemur þér vel fyrir og undirbýrð þig fyrir góðan nætursvefn.

Vinsælt

Allir geta eitthvað | 1. mars

Dansskóli Birnu Björns | Barnadansar | 6. mars

Crossfit grunnur | 10. maí

CrossFit Ævintýrabúðir 9-12 ára | 2021

Unglingaþjálfun CrossFit | 7. júní

Svæði 1 | Líkamsrækt/þolþjálfun

Kraftlyftingar | Grunnur | 24. maí

Ólympískar lyftingar | 25. maí

TÝR | BJJ Grunnur | 19. júní

Sporthúsið Gull | Heilshugar hreyfing Grunnur | 16. mars