564 4050

Fríða Dröfn Ammendrup

Í kjölfar þess að Fríða hóf æfingar hjá CrossFit Sport, sumarið 2009, hefur ekki bara form hennar og líkamleg geta stökkbreyst, heldur tók líf hennar í heild u-beygju úr starfi forritara og verkefnisstjóra yfir í meistaranám í íþróttafræðum og CrossFit þjálfun.

Í Fríðu kristallast þær andstæður sem einkenna CrossFit Sport, ljúfasta og blíðasta manneskja sem þú finnur í aðra röndina en í hina grjótharður nagli sem elskar ekkert meir en að takast á við óyfirstíganlegar áskoranir.

Menntun:
B.Sc. í Tölvunarfræði frá Háskóla Íslands 2000.
Hóf MS nám í Íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands 2010

Þjálfaramenntun:
1.stigs þjálfunarréttindi í Ólympískum lyftingum 2012
Námskeið í ólympískum lyftingum í Keili 2012
CrossFit Level 1 2010

Þjálfunarreynsla:
CrossFit þjálfari hjá CrossFit Sport síðan í maí 2010

Íþróttareynsla:
Hefur keppt í ýmsum þrekkeppnum (Þrekmeistaranum, Lífsstílsmeistaranum, Bootcamp keppnum, 5x5 o.fl.) en aðal fókusinn er á CrossFit og ólympískar lyftingar. Varð Evrópumeistari árið 2011 með liði CrossFit Sport og keppti í kjölfarið á Heimsleikunum í LA. Tók þátt í einstaklingskeppni á Evrópumótinu 2013.

Fríða Dröfn Ammendrup

Crossfit þjálfari

Vinsælt

Hóptímatafla 13. ágúst

Body Burn - NÝTT

Dansskóli Birnu Björns - 10. sept

Crossfit grunnur - 3. sept

Hot Body Sculpt - NÝTT

Hot Vinyasa Flow - NÝTT

Hreysti & Vellíðan - 3. sept

Meðgönguleikfimi - 13. ágúst