564 4050

Antigravity Yoga - ókeypis kynningartímar 9. & 12. ágúst

ÓKEYPIS KYNNINGARTÍMAR

ANTIGRAVITY YOGA
Miðvikudaginn 9. ágúst kl. 19:30
kennari: Anna Rós

ANTIGRAVITY RESTORATIVE NÝTT
Laugardaginn 12. ágúst kl. 13:00
kennari Shelly Ann Reif

ATHUGIÐ!
Aðeins 17 pláss í hvern tíma
Áhugasamir sendi póst með staðfestingu á skráningu á netfangið: gunnhildur@sporthusid.is

Antigravity Restorative Yoga (NÝTT Á ÍSLANDI) er mjúkt og heilandi. Þar er fornum heilunarþáttum hugleiðslu þar sem meðvituð athygli er sett á andardráttinn og líðandi stundu. Tímarnir henta öllum og er engin fyrri reynsla af jóga nauðsynleg. Tímarnir eru sérstaklega gagnlegir öllum þeim sem vilja losa um stress, bakverki, stífa vöðva og/eða liði. Æfingarnar eru bæði gerðar á dýnu á gólfi og í hengirólunni en hún er lækkuð niður og höfð einungis rétt fyrir ofan gólfið. Það er því eins og þú svífir um í flæði af mjúkum æfingum og fullkominni slökun á sama tíma og þú endurnærir bæði líkama og huga.

Það er engin önnur en stórstjarnan hún Shelly Ann Reif sem mun kenna Antigravity Restorative Yoga tímann. Hún er ein þeirra sem tók þátt í að þróa Antigravity aðferðina ásamt Christopher Harrison. Shelly Reif er vel þekkt í jógaheiminum. Hún hefur leitt kennaranámskeið í yfir 15 löndum og býr yfir meira en 30 ára starfsreynslu. Shelly hefur sérhæft sig í togmeðferð, hugleiðslu undir handleiðslu og andlegum málefnum.

Vinsælt

Ganga frá áskrift

Diskó Fimi - NÝTT

Crossfit Grunnur | 20. maí

CrossFit Comeback | 4. og 6. júní

CrossFit Ævintýrabúðir 9-12 ára | 2024

SkillRow Róðratímar - Hefjast 6. feb

Mömmuleikfimi | 3. apríl