564 4050

Erla María Davíðsdóttir

Ég hef æft íþróttir frá unga aldri. Ég byrjaði að lyfta í kringum aldamótin 2000 og hef því margra ára reynslu af líkamsrækt og lyftingum. Auk þess hef ég keppt þrisvar sinnum hérlendis hjá IFBB í fitnessflokki kvenna, með mjög góðum árangri:
Bikarmót IFBB 2011, fitnessflokkur kvenna undir 163cm: 2. sæti
Bikarmót IFBB 2012, fitnessflokkur kvenna undir 163cm: 3. sæti
Íslandsmót IFBB 2014, fitnessflokkur kvenna undir 163cm: 2.sæti

Ég útskrifaðist frá Íþróttaakademíu Keilis sumarið 2015 sem einkaþjálfari. Eftir útskrift byrjaði ég með fjarþjálfun ásamt því að sinna starfi mínu í háloftunum sem flugfreyja, en færi mig nú yfir í líkamsræktarsalinn sem einkaþjálfari.

Takmark mitt er að hjálpa fólki af öllum stærðum og gerðum að setja sér raunhæf markmið í ræktinni og ná þeim á heilbrigðan hátt. Ef þig langar að fara að hreyfa þig meira, verða léttari bæði á líkama og sál og taka mataræðið í allsherjarinnar yfirhalningu er ég með lausnina fyrir þig! Ekki draga á langinn að breyta um lífsstíl – dagurinn í dag er dagurinn þinn! Eina sem þú þarft er að hafa jákvætt viðmót, kjark og löngun til að verða besta mögulega útgáfan af sjálfum þér. Sérhæfing: Þar sem ég er nýkomin úr fæðingarorlofi er mikill hugur í mér að hjálpa konum, hvort sem er á meðgöngu, eftir barnsburð eða með lítil kríli, að koma sér af stað í ræktinni á ný, styrkja sig og tóna. Einnig hef ég mikinn áhuga á að taka að mér konur í keppnisþjálfun, hvort sem er fyrir fitness- eða módelfitness.

Nánari upplýsingar varðandi verðskrá og einkaþjálfun hjá mér er að finna á Facebooksíðu minni: Erla María – ÍAK einkaþjálfari. Einnig er hægt að senda mér póst á netfangið: emeinkathjalfun@gmail.com

Erla María Davíðsdóttir

ÍAK einkaþjálfari
697-7555

Vinsælt

30 Express

Buttlift

Dansskóli Birnu Björns/Sumar

Unglingaþjálfun CrossFit/Sumar

Ævintýrabúðir CrossFit 9-12 ára/Sumar

Meðgönguleikfimi - 23. maí

Mömmuleikfimi - 23. maí

Sumaráskorun 2018