564 4050

AntiGravity Aerial Yoga - 8. maí

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 14.990,- kr.
4 vikna námskeið hefst 8. maí

Salir

Salur 5

Kennarar

Anna Rós Lárusdóttir

Námskeiðakennari

Tímar

Mánudaga

Kl. 19:30 Antigravity I Salur 5 Anna Rós

Miðvikudaga

Kl. 19:30 Antigravity I Salur 5 Anna Rós

Antigravity hringur

4 vikna námskeið hefst 8. maí

ATH! 15 ára aldurstakmark er á þetta námskeið.

Antigravity Yoga I

byrjendanámskeið
Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 19:30
Í AntiGravity aerial yoga byrja nemendur á að læra undirstöðuatriði þessarar einstöku tækni á öruggan hátt í gegnum fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar. Iðkendur nýta sér til stuðnings hengirólu eða svokallað hammock. Hengirólan gerir það að verkum að iðkendur komast dýpra í teygjur og auðveldar þeim að komast í erfiðari stöður en í hefðbundnu jóga. Einnig geta iðkendur haldið stöðunum lengur án þess að setja aukið álag á líkamann.

Antigravity Yoga II

framhaldsnámskeið
Verður í boði síðar.

Ert þú tilbúin/n að fljúga enn hærra ? Höfum bætt við framhaldsnámskeiði þar sem farið verður yfir enn fleiri stöður sem halda áfram að ögra bæði líkama og sál. Ath.krefst þess að búið sé að ljúka að minnsta kosti einu AG Aerial Yoga 1 námskeiði.

Tímarnir munu samanstanda af hefðbundnum jóga æfingum þar sem lögð er áhersla á öndun og slökun. Einnig verður notast við aðrar óhefðbundnari æfingar sem auka styrk og liðleika. Til dæmis læra iðkendur að fara á hvolf, róla og fljúga!

Iðkendur munu öðlast betri líkamsvitund og jafnvægi ásamt því að auka sjálfstraust og trú á eigin getu.

Á námskeiðinu verður mikið lagt upp úr því að hafa gaman og að hver og einn geri sitt besta, hvorki meira né minna.

Verð: 14.990 kr. -
Meðlimir Sporthússins fá mánaðargjald í afslátt (miðast við 4 vikna námskeið)
Aðgangur að tækjsal og opnum hóptímum er innilfalið í námskeiðagjaldinu.
AGY_Cocoon_CCHLab

Helstu kostir AntiGravity Aerial yoga:

 • Styrkir og lengir vöðva.
 • Losar um spennu í vöðvum (þar sem hammockin er notaður sem djúpvöðvanudd).
 • Styrkir kviðvöðva án aukins þrýstings á mjóbakið.
 • Eykur líkamsvitund.
 • Minnkar álag á liðamót og eykur hreyfanleika þeirra.
 • Eykur sjálfstraust með því að yfirstíga hræðslu og eykur trú á eigin getu!

Helstu kostir þess að hvolfa sér:

 • Hryggurinn réttir sig af án alls þrýstings.
 • Losar um hryggjaliði.
 • Kemur hreyfingu á innkirtlakerfið (sem sjá um myndun hormóna, og hafa meðal annars áhrif á efnaskipti líkamans), sogæðakerfið, bætir meltingu og blóðrásarkerfið.
 • Losar um ,,gleði” hormón serótónín, endorfín, dópamín ofl.
 • Eykur súrefnisflæði til heilans sem eykur einbeitningu og minni.

Þeir sem eru að leita að æskubrunninum þurfa ekki að leita lengra.
AntiGavity yoga hefur einnig yngjandi áhrif sem finnast ekki í dýrum næturkremum. Þar sem æfingarnar rétta úr hryggnum bæta þær líkamsstöðu auk þess sem þær draga úr stressi, sem á sinn þátt í ótímabærum öldrunareinkennum húðarinnar svo útkoman verður glóandi og unglegri húð í hraustum og vel mótuðum líkama.

Reglur:

 • Allir skartgripir verða að vera fjarlægðir, þar sem þeir geta gert gat á efnið.
 • Vinsamlegast klæðist ermabolum (stutt- eða langerma), best er að vera ekki í of víðum fötum.
 • Föt mega einnig ekki hafa rennilása eða krækjur sem geta rifið í efnið, skinn eða hár.
 • Mælt er með því að konur klæðist topp/brjóstahaldara og karlmenn klæðist aðhaldsstuttbuxum innan undir.
 • Hendur og fætur eiga að vera hreinir.
 • Forðist að hafa of mikinn andlitsfarða.
 • Persónulegar eigur eiga að vera geymdar í búningsklefa.
 • Iðkendur hafa ekki heimild til þess að taka myndir/video af öðrum nemendum eða kennurum. Iðkendum er velkomið að taka myndir/video af sjálfum sér eftir tímann ef það er tími til þess.

Varúðarráðstafanir og skilyrði

 • Æskilegt er að ráðfæra sig við lækni áður en farið er að stunda nýjar íþróttir til þess að athuga hvort þær séu við hæfi fyrir þig.
 • Í fyrstu tímum er eðlilegt að iðkendur geti fundið til óþæginda í sumum stöðunum á meðan líkamaninn aðlagast og venst þrýstingnum frá hengirólunni (hammock).
  Eftir nokkra tíma dregur úr óþægindunum.
 • Ekki er ráðlagt að æfa á fullum maga.
 • Vinsamlegast látið kennara vita ef þið glímið við meiðsli af einhverju tagi, sjúkdóma eða eruð þungaðar.
 • Æskilegt er að hafa vatnsbrúsa nálægt.
 • Haltu áfram að æfa ! Að vera aumur eftir æfingar er fullkomlega eðlilegt. Því meira sem þið æfið því betur mun ykkur líða.

Frábendingar

(Þetta á við um að fara á hvolf)
Vinsamlegast látið kennara vita ef e-h að þessu á við um þig svo hægt sé að taka tillit til þess við æfingarnar.
* Þungun.
* Gláka.
* Nýlegar skurðaðgerðir.
* Hjartasjúkdómar.
* Þeir sem eru á lyfjum við of háum eða lágum blóðþrýstingi.
* Nýleg höfuðmeiðsl.
* Beinþynning.
* Yfirlið.
* Carpal tunnel syndrome
* Alvarlega liðaligt.
* Heilablóðfall nýlega.
* Heila- og mænusigg.
* Botox (innan við síðustu 6 klt.)

Skráningarferlið

Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar.
3. Senda kortanúmer + gildistíma + kennitölu á netfangið gunnhildur@sporthusid.is og gengið verður frá greiðslu og skráningu fyrir þig.
4. Millifæra á reikning Sporthússins/Sporthöllin: 115-26-14050; kennitala: 500108-1690 og senda greiðslukvittun á netfangið gunnhildur@sporthusid.is. ATH! upplýsingar sem þurfa að koma fram er hvaða námskeið er greitt fyrir sem og kennitala þátttakanda.


Verð 14.990,- kr.
4 vikna námskeið hefst 8. maí