564 4050

Hot Yoga

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir

Salir

Salur 5

Kennarar

Andrea Rún Carlsdóttir

Hóptímakennari

Guðrún Björk Kristinsdóttir

Hot Yoga kennari

Heiðbrá Björnsdóttir

Hóptímakennari

Sandra Dögg Jónsdóttir

Hot Yoga kennari

Tímar

Mánudaga

Kl. 17:30-75 Salur 5 Sandra

Þriðjudaga

Kl. 12:00 Salur 5 Heiðbrá

Miðvikudaga

Kl. 17:30 Salur 5 Guðrún Björk

Fimmtudaga

Kl. 12:00 Salur 5 Heiðbrá

Föstudaga

Kl. 8:30 Salur 5 Andrea

Sunnudaga

Kl. 12:15-75 Salur 5 Andrea

shutterstock_509253676

Hot Yoga iðkendur athugið!

Það er skylda að mæta með stórt handklæði eða yoga handklæði í tímana af hreinlætisástæðum.

shutterstock_539042269

HOT YOGA eða heitt jóga er ákveðin samsetning af jógastöðum sem gerðar eru í upphituðum sal helst í 37-40°C. Hitinn gerir það að verkum að líkaminn hitnar fyrr upp og verður þar af leiðandi sveigjanlegri og meðtækilegri til hreyfingar og teygja og iðkendur komast dýpra inn í stöðurnar. Hitinn gerir það einnig að verkum að iðkendur svitna meira en ella, húðin hreinsast og iðkendur upplifa meiri vellíðan og endurnýjun áhrif eða detox eins og það kallast oft.

Í HOT YOGA er megin áherslan lögð á hrygginn. Allar stöðurnar eru hugsaðar sem styrktaræfingar út frá hryggnum og eiga æfingarnar að styrkja alla vöðva í kringum hann.

HOT YOGA hefur ákveðin læknamátt og hefur dregið úr og læknað hné og bakmeiðsli. HOT YOGA er upprunalega þróað af Bikram sem er vel þekktur virtur í yoga geiranum. Bikram varð fyrir slysi þegar hann var 17 ára og honum var sagt á sínum tíma að hann ætti ekki eftir að geta gengið aftur vegna hné meiðsla. Hannaði hann því HOT YOGA og hefur hann náði fullum bata með iðkun þess.

HOT YOGA í Sporthúsinu er blanda af Bikram og Barkan yoga. Kennarar Sporthússins eru allir kennararmenntaðir í yoga en hafa mismunandi grunn. Bikram yoga einkennist meira af því að halda ákveðnum stöðum en Barkan yoga leggur áherslu á meira og hraðar flæði. Þátttakendur fá því ólíka nálgun á yoga í hverjum tíma sem gefur tímunum aukin fjölbreytileika.

HOT YOGA er fyrir alla. Ekki er nauðsynlegt að hafa neinn grunn í yoga. Stöðurnar eru einfaldar og í nokkrum þrepum og geta byrjendur því byrjað í fyrsta þrepi hverrar stöðu. Eftir því sem líður á og með aukinni getu og sjálfstrausti eiga þátttakendur að komast dýpra og dýpra ofan í hverja stöðu fyrir.