564 4050

Foam Flex

Upplýsingar Kennarar Salir

Salir

Salur 5

Kennarar

Auður Sveinbjörnsdóttir

Hóptímakennari

Kristín Ásta Ólafsdóttir

Foam flex kennari

Viðskiptavinir þurfa að skrá sig í hóptíma okkar

Skráning fer fram á eftirfarandi síðu.

SKRÁNINGAR Í HÓPTÍMA


HÉR getið þið fundið FB hóp Foam Flex í Sporthúsinu.

Athugið!

Það er skylda að mæta með stórt handklæði eða yoga handklæði í tímana af hreinlætisástæðum.

HVAÐ ER FOAM FLEX?

Foam flex er sjálfnuddandi aðferð þar sem unnið er á vöðvum, bandvef og trigger- punktum.

Til að útskýra áhrif foam flex þarf að hafa í huga hvert er hlutverk bandvefjar. Hlutverk bandvefjar er meðal annars að styðja við líffæri, vöðva og bein, veita vörn gegn hnjaski, mynda brautir fyrir æðar og taugar sem gerir okkur kleift að standa uppréttum o.fl. Þegar tog eða spenna myndast í bandvefnum, getur það haft áhrif á líkamann í heild og myndað skekkjur.


HVAÐ ER TRIGGER-PUNKTUR?

Triggepunkti má lýsa sem eymsli á staðbundnum svæðum þar sem sárir hnúðar myndast. Þegar þrýst er á hnúðinn veldur það leiðniverk sem getur birst sem dofi, tilfinningarleysi, sviði, stingur, vöðvakippur eða titringur.

ÖNNUR EINKENNI TRIGGER-PUNKTA:

  • Minni hreyfigeta í liðum
  • Húð fölnar og er köld
  • Spennuhöfuðverkur
  • Rennslisstöðvun sogæðavökva

AF HVERJU MYNDAST TRIGGER- PUNKTAR?

Aðallega út af langvarandi stressi og blóðþurrð í vefjum. Tilgangurinn með foam flex aðferðinni er að létta á alls kyns verkjum sem fólk finnur fyrir jafnvel daglega og að stuðla að auknum liðleika, sem gerir fólki kleift að líða betur líkamlega.



Sjúkraþjálfarar og kírópraktorar mæla með Foam Flex

Foam Flex hjálpar þér að lifa verkjalausu lífi og leyfir þér að vera í hámarksgetu líkamans! Foam Flex er sjálfnuddandi meðferð sem fer fram í upphituðum sal (ca. 32°) þar sem notast er við svokallaðar foam rúllur. Æfingarnar flýta fyrir bata og betra líkamsástandi fyrir kyrrsetufólk og íþróttafólk. Foam Flex endurnærir sogæðakerfið og styrkir bandvefinn. Þegar þú notar rúlluna, vinnur þú djúpt inn í vöðvana og nærð til viðkvæmari svæða og vöðvahnúta. Foam Flex eykur blóðflæði, vinnur á þreyttum vöðvum og endurnýjar orku líkamans. Sjúkraþjálfarar og Kíropraktorar mæla með Foam Flex æfingarkerfinu.